
Við trúum á fegurðina í einfaldleikanum. Við trúum á töfrana sem búa í mannsandanum. Við trúum því að í einfaldleika þar sem gæðum er aldrei fórnað, þrífist skilvirkni og góð samskipti hjá upplýstu starfsfólki í samstíga og skemmtilegri fyrirtækjamenningu, þar sem allir stefna í sömu átt og öllum líður vel.
Heiðarleiki, einfaldleiki, manngæska og gleði
Við bjóðum upp á ráðgjöf, þjálfun og mat á sviði rekstrar- og gæðastjórnunar:
Harpa hefur í 20 ár komið að innleiðingu og rekstri gæðastjórnunarkerfa í líftækni, IT og lækningatækja á alþjóðavísu. Harpa hefur komið að uppsetningu gæðakerfa hjá fyrirtækjum á Íslandi, í Ameríku og í Kanada, allt frá litlum fyrirtækjum (10 manns) upp í stór fyrirtæki (600 manns). Þar sem unnið er með kröfur: ISO 13485, Medical Device Single Audit Program(MDSAP), Australian TGA, Canada Medical Device Regulation, Japan's Pharmaceuticals and Medical Devices Act and MHLW Ordinance No. 169, FDA 21 CFT part 820, 2017/45 EU Medical Device Regulation, Swiss Medical Devices Ordinance (MedDO), UK MDR, General Data Protection Regulation (GDPR), Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar (Lög nr. 90/2018), Lög um lækningatæki (Lög nr. 132/2020), ISO 9001, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
Harpa hefur keppt í hópíþróttum frá unga aldri og hefur nýtt sér þau gildi við innleiðingar á gæðamenningu í fyrirtækjum, sem og við þróun starfsmanna. Hún trúir því af öllu hjarta að gæðamál séu hópíþrótt þar sem styrkleiki hvers og eins þarf að fá að njóta sín, eigi fyrirtækið að blómstra. Að verkefnin séu aðlöguð að þessum styrkleika starfsfólks með þekkingu og þjálfun til að ná því besta fram á skemmtilegan og taktískan hátt fyrirtækinu til framdráttar.
Topp 5 hæfileikar Hörpu samkvæmt Gallup strengthfinder:
Achiever (Afreksmaður)
Responsibility (Ábyrgð)
Relator (Tengsl)
Learner (Lærdómsmaður)
Developer (Hönnuður)
Jenný hefur í meira en 25 ár unnið að því að styðja fyrirtæki og einstaklinga við að verða besta eintakið af sjálfu sér. Hún gerir það á mjúkan en ákveðin hátt þar sem einfaldleikinn er hafður að leiðarljósi. Hún skilur að hvert og eitt fyrirtæki og einstaklingar eru sérstök og mætir þörfum þeirra á sérsniðinn hátt.
Jenný hefur alla tíð sinnt kennslu samhliða innleiðingu, ráðgjöf og úttektum á stjórnunarkerfum en kennsla er eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. Hún elskar að sjá skjólstæðinga sína vaxa. Hún finnur því lausnir með þeim sem gerir þeim það kleift í stað þess að frjósa frammi fyrir áskorunum og gera ekkert, eða gera of mikið og flækja hlutina, sem er allt of algengt.
Jenný leggur áherslu á að vinna eigi að vera skemmtileg, hún gerir því sitt besta til þess að það verði að veruleika í sinni vinnu. Hún hefur reynslu af úttektum, þjálfun, ráðgjöf, innleiðingu og viðhaldi gæðastjórnunarkerfa og gæðakerfa skv. stöðlum eins og ISO 9001, ISO 14001, FSSC 22000, ÍST 85, ISO 45001, ISO 17025, ISO 17021, ISO 19011, ISO 22716, ISO 13485 og MDSAP.
Jenný hefur unnið fyrir flestar gerðir fyrirtækja í flestum geirum. Hún er sjávarútvegsfræðingur í grunninn en hefur bætt við sig þekkingu eftir þörfum í gegnum tíðina en núna síðast gerðist hún ICF vottaður markþjálfi. Hún er skáti og mun alltaf vera það í hjarta sínu enda starfaði Jenný náið með skátahreyfingunni í meira en 30 ár.
Topp 5 hæfileikar Jennýjar samkvæmt Gallup strengthsfinder:
Individualization (Einstaklingsmiðun)
Learner (Lærdómsmaður)
Connectedness (Tengsl)
Empathy (Samkennd)
Developer (Hönnuður)